Umsókn til Alþjóðanefndar læknanema
Í júlí ár hvert er auglýst eftir umsóknum fyrir skiptinám árið á eftir. Auglýst er á facebook hópnum “Læknanemar á Íslandi” og á miðlum Alþjóðanefndar. Hægt er að óska eftir skiptinámi til hvaða lands sem er og starfrækir SCOPE skiptinám. Mikilvægt er að kynna sér skilmála landsins (Exchange conditions, EC) áður. Þá er sérpantaður skiptináms samningur til viðkomandi lands sérstaklega fyrir nemann sem sækir um skiptin.
10.-30. september er aftur auglýst eftir umsóknum fyrir skiptinám árið á eftir. Þá eru sérstaklega auglýstir lausir samningar. Nemar sem fylla skilyrði viðkomandi lands geta sótt um þá samninga. Þá fær neminn úthlutað skiptináms samningi sem þegar var gerður við viðkomandi land. Ef pláss er fyrir fleiri nema er einnig hægt að bera fram óskir um tiltekin lönd og reynt verður að útvega samning við það land.
Eftir 1.október eru auglýstir lausir samningar eftir þörfum.
Þegar auglýst er eftir umsóknum kemur einnig fram hvernig skal sækja um til Alþjóðanefndar. Almennt skal senda umsóknir á netfang Alþjóðanefndar: [email protected]. Með umsókninni skal fylgja:
Í júlí ár hvert er auglýst eftir umsóknum fyrir skiptinám árið á eftir. Auglýst er á facebook hópnum “Læknanemar á Íslandi” og á miðlum Alþjóðanefndar. Hægt er að óska eftir skiptinámi til hvaða lands sem er og starfrækir SCOPE skiptinám. Mikilvægt er að kynna sér skilmála landsins (Exchange conditions, EC) áður. Þá er sérpantaður skiptináms samningur til viðkomandi lands sérstaklega fyrir nemann sem sækir um skiptin.
10.-30. september er aftur auglýst eftir umsóknum fyrir skiptinám árið á eftir. Þá eru sérstaklega auglýstir lausir samningar. Nemar sem fylla skilyrði viðkomandi lands geta sótt um þá samninga. Þá fær neminn úthlutað skiptináms samningi sem þegar var gerður við viðkomandi land. Ef pláss er fyrir fleiri nema er einnig hægt að bera fram óskir um tiltekin lönd og reynt verður að útvega samning við það land.
Eftir 1.október eru auglýstir lausir samningar eftir þörfum.
Þegar auglýst er eftir umsóknum kemur einnig fram hvernig skal sækja um til Alþjóðanefndar. Almennt skal senda umsóknir á netfang Alþjóðanefndar: [email protected]. Með umsókninni skal fylgja:
- Fullt nafn
- Námsár
- Störf fyrir Alþjóðanefnd, tengiliðastörf, störf fyrir samstarfsfélög,
- Topp 3 lönd fyrir skiptinám
- Staðfesting á að hafa lesið EC landanna
- Mánuður sem sóst er eftir að fara í skiptin.
Umsókn á vef IFMSA
Á haustönn fer umsóknarferlið á vef IFMSA af stað. Þegar nemar byrja á þeirri umsókn eru þeir nú þegar komnir með pláss í skiptinám til viðkomandi lands. Umsóknarferlið skiptist í 3 skref:
Á haustönn fer umsóknarferlið á vef IFMSA af stað. Þegar nemar byrja á þeirri umsókn eru þeir nú þegar komnir með pláss í skiptinám til viðkomandi lands. Umsóknarferlið skiptist í 3 skref:
- Skil á umsókn og gögnum (AF og CoD)
Þetta er eini hluti umsóknarferlisins sem krefst vinnu af nemanum. Fylla þarf inn í umsóknina (application form, AF) með upplýsingum um nemann, tímabil skiptinámsins, hvaða borg og hvaða deild neminn vill fara til. Einnig þarf að skila inn gögnum um nemann (Card of documents, CoD). Þar skal setja inn öll skjöl sem landið biður um í skilmálum sínum , EC. Algeng skjöl sem lönd krefjast eru bólusetningaskírteini, staðfesting á skólavist, ferilskrá og meðmælabréf. Að skila AF og CoD snemma getur oft aukið líkur á að fá úthlutað þeirri borg/deild sem sótt er um. Þessu ætti að vera lokið 31.desember fyrir skiptinámið. - Móttökuform (CA)
Eftir að umsókninn (AF og CoD) hefur verið skilað er beðið eftir móttökuformi (card of acceptance, CA) frá landinu. Það inniheldur m.a. staðfestingu á borg og deild skiptinámsins. CA á að berast nemanum í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför. Það líður því oft langur tími frá skilum á umsókninni þangað til að móttökuformið kemur. - Skil á staðfestingarformi (CC)
Til að staðfesta komu sína sendir skiptineminn inn staðfestingarform (card of confirmation, CC). Það á að berast landinu í síðasta lagi 4 vikum fyrir brottför. Þetta er einfalt í vinnslu en þarna fá samtökin úti meðal annar upplýsingar um komutíma til landins.