Á hvaða námsárum í læknisfræði get ég farið í skiptinám?
Allir íslenskir læknanemar geta sótt um skiptinám, bæði preklínískir og klínískir. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að skilyrði landa geta verið misjöfn. Ekki öll lönd taka á móti preklínískum nemum og í sumum löndum eru strangar tungumálakröfur.
Hvað er einhliða (unilateral) samningur?
Gott er að útskýra þetta með dæmi. Gefum okkur að Alþjóðanefnd geri einhliða samning við Ítalíu. Þá myndum við senda nema út til Ítalíu án þess að fá ítalskan nema til Íslands eða öfugt.
Hvað er tvíhliða (bilateral) samningur?
Gott er að útskýra þetta með dæmi. Gefum okkur að Alþjóðanefnd geri tvíhliða samning við Ítalíu. Þá myndum við senda nema út til Ítalíu og fá ítalskan nema til Íslands.
Hvað er innifalið í skiptinámsgjaldinu?
Í skiptinámsgjaldinu er innifalið húsnæði og ein máltíð á dag. Í sumum löndum er einnig innifalinn styrkur til að komast á milli staða t.d. á formi strætókorts eða þess háttar.
Er skiptinámið metið til eininga?
Ef þú ferð í skiptinám sem klínískur nemi þ.e. á 4-5. ári þá er skiptinámið metið til eininga á valtímabilinu á 6. ári.
Hvernig get ég kynnt mér löndin sem ég get farið til?
Inni á síðu IFMSA er að finna upplýsingar um skiptinámið í hverju landi fyrir sig ásamt þeim skilyrðum sem landið setur. Skylda er að kynna sér skilyrðin áður en sótt er um skiptinámið. Þau eru að finna hér. Góðar upplýsingar um skiptinám hvers lands er að finna hér . Einnig er hægt að lesa stórskemmtilega reynslusögur hér.