Hvað eru tengliðir?
Tengiliðir eru íslenskir læknanemar sem taka að sér að vera tengliður eins erlends læknanema sem kemur til Íslands á vegum Alþjóðanefndar læknanema.
Hvenær er skráning?
Í byrjun maí
Í hversu langan tíma er ég tengiliður?
Annað hvort í júlí eða ágúst
Hvert er hlutverk mitt sem tengiliður?
Hverjum tengilið er úthlutað erlendum nema sem hann á að sjá um. Í því felst að aðstoða nemann við að komast til og frá BSÍ við komu og brottför, að vera nemanum til aðstoðar meðan á dvöl hans stendur og að taka þátt í félagsstarfi Alþjóðanefndar með nemanum sínum.
Einnig er ætlast til að tengiliður sýni sumarstarfinu áhuga, taki sinn tengilið með eða án öðrum skiptinemum eða tengiliðum í a.m.k. einn viðburð í mánuðinum s.s. kaffihúsa- eða sundferð. Þá skal tengiliður eftir fremsta megni mæta í fimmtudagsbjór, alþjóðakvöld og aðra viðburði og ferðir sem farnar eru með nemunum.
Einnig er ætlast til að tengiliður sýni sumarstarfinu áhuga, taki sinn tengilið með eða án öðrum skiptinemum eða tengiliðum í a.m.k. einn viðburð í mánuðinum s.s. kaffihúsa- eða sundferð. Þá skal tengiliður eftir fremsta megni mæta í fimmtudagsbjór, alþjóðakvöld og aðra viðburði og ferðir sem farnar eru með nemunum.
hVAÐ GRÆÐI ÉG Á ÞESSU?
Að vera tengiliður er frábær leið til þess að kynnast nýju fólki með allt aðra heimssýn og bakgrunn en þú sjálfur. Frábær leið til þess að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýrri menningu. Frábær leið til þess að víkka tengslanetið og eignast nýja vini – hvort eð heldur íslenska læknanema sem erlenda.
Læknanemar sem hafa verið tengiliðir fá forgang fram yfir aðra nema þegar kemur að því að sækja um að fara í skiptinám.
Læknanemar sem hafa verið tengiliðir fá forgang fram yfir aðra nema þegar kemur að því að sækja um að fara í skiptinám.