1. Nafn og varnarþing
2. Staða
3. Stefnumál
4. Félagsmenn
5. Aðalfundur
6. Stjórn og embætti
7. Skipti
Lög voru síðast uppfærð að loknum aðalfundi, þann 23.09.2021.
- 1.1. Félagið heitir Alþjóðanefnd læknanema. Á alþjóðavettvangi fellur félagið undir starfsemi Félags læknanema (e. IMSA - Icelandic Medical Students Association) og getur tilgreint sig sérstaklega sem IMSA scope.
- 1.2. Alþjóðanefnd læknanema er sjálfstætt félag með eigin lög, kennitölu og fjárhag.
- 1.3. Varnarþing þess er í Reykjavík.
- 1.4 Alþjóðanefnd læknanema hefur fullnaðarákvörðunarvald um málefni sem varða innri starfsemi þess.
- 1.5 Alþjóðanefnd læknanema er samstarfsfélag Félags Læknanema. Stuðla skal að nánum tengslum tengslum og samvinnu með Ástráði, Bjargráði, Fulltrúaráði, Hugrúnu, Kennslu- og fræðslumálanefnd og Lýðheilsufélagi læknanema.
2. Staða
- 2.1. Alþjóðanefnd læknanema er félag læknanema á Íslandi, óháð trú, stjórnmálaskoðunum og félagslegri stöðu.
- 2.2. Alþjóðanefnd læknanema er virkur þátttakandi í International Federation of Medical Students Association (IFMSA).
- 2.2.1. IMSA er fulltrúi Íslands í International Federation of Medical Students’ Associations (IFMSA).
- 2.3. Alþjóðanefnd læknanema er virkur þátttakandi í Federation of International Nordic Medical Students’ Organizations (FINO).
3. Stefnumál
- 3.1. Gera íslenskum læknanemum kleift að sækja sér hagnýta klíníska reynslu og bjóða erlendum læknanemum sama möguleika hérlendis.
- 3.2. Kynna IFMSA og alþjóðleg verkefni þess fyrir íslenskum læknanemum og hvetja þá til virkrar þátttöku í starfsemi samtakanna.
- 3.3. Taka þátt í árlegum norrænum læknanema ráðstefnum á vegum FINO.
4. Félagsmenn
- 4.1. Félagar teljast þeir stúdentar sem stunda nám í læknisfræði, bæði á grunn- og framhaldsstigi, við Læknadeild Háskóla Íslands og skal ritari alþjóðanefndar halda utan um félagatal ár hvert.
- 4.2. Öllum félagsmönnum er frjálst að ganga úr félaginu með skriflegri beiðni til stjórnar.
5. Aðalfundur
- 5.1. Aðalfundur Alþjóðanefnd læknanema skal haldinn í september eða október ár hvert.
- 5.2. Til aðalfundar skal formaður boða með einnar viku fyrirvara.
- 5.3. Krefjist helmingur félagsmanna auka-aðalfundar skal stjórn boða til hans innan tveggja vikna.
- 5.4. Lagabreytingatillögur skulu liggja fyrir minnst viku fyrir aðalfund. Til að öðlast gildi þurfa lög að vera samþykkt af 2/3 hluta fundarmanna á aðalfundi.
- 5.5. Formaður skal skipa fundarstjóra og fundarritara á aðalfundi. Fundarstjóri skal ákveða hvort hafa skuli mælendaskrá.
- 5.6. Dagskrá aðalfundar:
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningar kynntir til samþykktar
- Lagabreytingar
- Stjórnarskipti
- Önnur mál
- 5.7. Stjórn jafnt sem félagsmenn geta lagt fram lagabreytingartillögur fyrir aðalfund. Flutningsmenn geta dregið tillögu til baka á hvaða tímapunkti sem er.
- 5.8 Fundarmenn geta komið með munnlegar breytingartillögur á lagabreytingartillögum. Ekki má koma með breytingartillögur á breytingartillögum.
- 5.9. Meðferð lagabreytingartillagna skal fara fram á eftirfarandi hátt:
- i) Óskað eftir andmælum gegn tillögu (direct negative), ef engin andmæli berast þá telst tillaga samþykkt, ef andmæli berast þá liður ii).
- ii) Andmælandi kemur með rökstuðning, flutningsmanni gefst tækifæri til stuttra andsvara.
- iii) Kosið er um lagabreytingartillöguna í almennri kosningu, flutningsmaður getur óskað eftir leynilegri kosningu. Ákvörðun um það er í höndum fundarstjóra.
- 5.10. Stjórn hefur heimild til að laga málfars- og innsláttarvillur í lögum utan aðalfundar.
- 5.11. Ný lög taka gildi eftir að þeim aðalfundi lýkur sem þau voru samþykkt á.
6. Stjórn og embætti
- 6.1. Stjórn Alþjóðanefnd læknanema er skipuð 11 fulltrúum læknanema. Stjórnarmenn skulu kosnir með almennri kosningu úr hópi hvers námsárs félagsmanna. Tveir af fyrsta og fjórða ári, þrír af öðru og þriðja ári auk eins fulltrúa af fimmta ári.
- 6.2. Stjórn skiptir með sér verkum og útnefnir formann, varaformann, gjaldkera, ritara, innskiptastjóra (NEO in) og útskiptastjóra (NEO out). Aðrir nefndarmeðlimir eru meðstjórnendur og hlutverk þeirra nánar skilgreind í vinnureglum stjórnar.
- 6.2. Varðandi embættaskiptingu innan stjórnar.
- 6.2.1. Eftir að kosið hefur verið til nýrrar stjórnar í almennri kosningu félagsmanna skal skipa í embætti með kosningu meðal stjórnarliða. Aðeins þeir sem munu sitja í nýrri stjórn hafa atkvæðarétt. Fráfarandi stjórnarmeðlimir hafa ekki atkvæðisrétt.
- 6.2.2. Fráfarandi formaður hefur umsjón með kosningu til embætta innan stjórnar. Í því felst að kynna embætti, óska eftir framboðum og sjá um framkvæmd atkvæðagreiðslu.
- 6.2.3. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði hlýtur embættið. Sé aðeins einn frambjóðandi er sjálfkjörið í embættið. Aðkvæðagreiðsla skal ávallt vera nafnlaus og leynileg nema í þeim tilvikum sem er sjálfkjörið í embættið.
- 6.2.4. Kosið skal til eftirfarandi embætta: formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, innskiptastjóri (Neo-in), útskiptastjóri (NEO-out) og meðstjórnendur (5 talsins). Verksvið meðstjórnenda eru nánar tilgreind í vinnureglum Alþjóðanefnd læknanema.
- 6.2.5. Sé einhver embætti innan stjórnar ófyllt eftir að kosningar skal nýkjörin stjórn sjá um að skipta embættum milli eftirstandandi stjórnarmeðlima undir forystu nýkjörins formanns. Hafi ekki borist framboð í formannsembættið skal skipta niður embættum undir forystu fráfarandi formanns.
- 6.3 Stjórn má tilnefna í embætti verkefnisstjóra fyrir afmörkuð verkefni.
- 6.4 Alþjóðanefnd læknanema setur sér vinnureglur sem lýsir nákvæmar ákveðnum þáttum í starfsemi nefndarinnar. Vinnureglum má breyta með meirihluta atkvæða stjórnar.
- 6.5 Vinnureglur og lög Alþjóðanefnd læknanema skulu yfirfarin af stjórn fyrir aðalfund hvers árs.
7. Skipti
- 7.1. Umsækjendur um skiptasamning hjá Alþjóðanefnd læknanema þurfa að vera skráðir í Félag Læknanema sama skólaár og þeir fara í skipti.
- 7.2. Alþjóðanefnd læknanema áskilur sér rétt til að ákveða heildarfjölda samninga ár hvert og hlutfall einhliða og tvíhliða samninga.
- 7.3 Umsóknartímabil skiptist í fernt:
- 7.3.1. Tímabil eitt: Umsækjendur geta óskað eftir því að fulltrúar Alþjóðanefndar geri samning fyrir þá á ágústfundi IFMSA við eitt af þremur tilgreindum löndum á umsókninni. Ef Alþjóðanefnd telur þörf á áskilur hún sér rétt á að forgangsraða umsækjendum skv. grein 7.3.
- 7.3.2. Tímabil tvö: 10. – 30. september: Umsækjendur geta sótt um lausa skiptasamninga. Einnig ef Alþjóðanefnd læknanema hefur til umráða laus pláss fyrir skiptinema á Íslandi gefst nemum kostur á að bera fram óskir um lönd og reynt verður að verða við þeim óskum eftir bestu getu. Ef Alþjóðanefnd telur þörf á áskilur hún sér rétt á að forgangsraða umsækjendum skv. grein 7.4. Að loknu tímabili er farið yfir umsóknir.
- 7.3.3. Tímabil þrjú: Frá 1. október áskilur Alþjóðanefnd sér rétt til þess að auglýsa lausa samninga eða laus pláss sbr. grein 7.3.2. innan þess tímaramma sem nefndinni hentar.
- 7.4. Stjórnarmeðlimir forgangsraða umsækjendum eftir virkni í starfi nefndarinnar. Þar er farið eftir flokkum sem tilteknir eru í röð minnkandi mikilvægis í grein 7.4.1. Einungis ef að tveir eða fleiri umsækjendur eru jafnir í fyrsta flokknum er litið til þess næsta. Séu þeir einnig jafnir í þeim flokk er litið til þess næsta og svo koll af kolli.
- 7.4.1.
- a) Á hvaða umsóknartímabili sótti viðkomandi um skiptinám (fyrra tímabil veitir forgang),
- b) hefur viðkomandi verið meðlimur í stjórn alþjóðanefndar og hvernig gekk það,
- c) hefur viðkomandi verið tengiliður og hvernig gekk það,
- d) hefur viðkomandi hjálpað Alþjóðanefnd læknanema í hennar starfi með öðrum hætti,
- e) hefur viðkomandi ekki farið í skipti áður,
- f) hefur viðkomandi starfað með Félagi Læknanema eða samstarfsfélögum þess,
- g) námsár í læknisfræði.
- 7.4.2. Sæki tveir eða fleiri nemendur á sama stað í forgangsröðun um óafgreiddan samning er úrskurðað með hlutkesti hver þeirra hlýtur samninginn.
- 7.4.1.
- 7.5. Úthlutunarreglur fyrir umsóknartímabil, sbr. grein 7.3.
- 7.5.1. Umsóknin er tölvupóstur til útskiptastjóra sem inniheldur
- a) nafn nemanda og á hvaða ári hann/hún er,
- b) þrjú lönd sem nemandinn vill helst fara til sett í 1., 2. og 3. sæti eða, ef umsóknartímabil er fyrir lausa samninga, þeir samningar sem eru lausir settir í 1. 2. og 3. sæti,
- c) útlistun á virkni í nefndinni eða á öðrum atriðum sem geta ákvarðað forgangsröðun umsækjanda og d) nemandi ábyrgist að hafa kynnt sér skiptaskilmála fyrir viðkomandi lönd og að hann uppfylli þau skilyrði. Farið verður yfir umsóknir að umsóknartímabili loknu og forgangsraðar eftir 7.3 ef þörf krefur á.
- 7.5.1. Umsóknin er tölvupóstur til útskiptastjóra sem inniheldur
- 7.6. Niðurfelling skipta:
- 7.6.1. Hafi umsækjendur fengið úthlutað samning er honum frjálst að segja honum upp og skal það gert með tölvupósti til útskiptastjóra. Slíkt skal gert með sem lengstum fyrirvara áður en ráðgerð skipti hefjast. Við slíkar aðstæður á umsækjandi ekki rétt á endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 7.6.2. Falli skiptin niður að óskum viðkomandi lands (hosting country) á umsækjandi rétt á endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 7.6.3.Komi upp óhjákvæmilegar aðstæður sem orsaka að fella verður niður skiptin verður málið tekur upp á stjórnarfundi Alþjóðanefndar læknanema og rætt m.t.t. endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 7.7 Úthlutunarreglur fyrir niðurfellda samninga, sbr. grein 7.5.
- 7.7.1. Við auglýsingu samninga sem losna vegna niðurfellingar skipta skal vera tilgreindur umsóknarfrestur. Þegar að honum lýkur eru umsóknir teknar fyrir og ákvörðun hver hlýtur samninginn skal fylgja grein.
- 7.8. Umsóknargjald fyrir samning (bæði einhliða og tvíhliða) er 24.000 kr. og skal greiðast strax eftir að samningur hefur verið samþykktir af viðkomandi landi. Skiptinemar með tvíhliða samning greiða svo staðfestingargjald áður en skiptatímabil hefst sem nemur 21.000 kr. Þeir nemar sem sóttu um skiptinám áður en hækkun gjaldins tók gildi skulu borga staðfestingargjald miðað við fyrri lög, 16.000 kr. Skiptinemar með einhliða samning fá umsóknargjaldið endurgreitt fyrir upphaf skiptináms og geta notað gjaldið upp í greiðslu einhliðagjalds (e. unilateral fee) viðkomandi lands. Séu tilskilin gjöld ekki greidd á réttum tíma áskilur Alþjóðanefnd sér rétt til að úthluta samningnum til annars nema.
- 7.9. Afgreiða verður umsókn um skipti næstkomandi sumars fyrir 31. janúar.
- 7.10. Vafaatvik eru metin af stjórn Alþjóðanefndar læknanema og hún úrskurðar í þeim á almennum stjórnarfundi, með kosningu innan stjórnar ef þörf krefur.
Lög voru síðast uppfærð að loknum aðalfundi, þann 23.09.2021.