IFMSA
IFMSA eru alþjóðleg læknanemasamtök stofnuð árið 1951. IFMSA stendur fyrir International Federation of Medical Student´s Associtations. Um er að ræða elstu og stærstu læknanemendasamtök í heiminum en 133 nemendafélög frá yfir 123 löndum heyra undir samtökin. IFMSA er talsmaður yfir milljón læknanema hvaðan af úr heiminum. Samtökin eru í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnir og Alþjóða heilbrigðisstofnunina.
Hugsunin á bak við IFMSA er að vera vettvangur fyrir læknanema til að koma hugmyndum og hugsjónum sínum á framfæri, vettvangur þar sem fólk getur skipts á hugmyndum, lært nýja hluti og síðan nýtt nýja þekkingu til góðs heima fyrir. Grundvöllur IFMSA er alþjóðasamstarf óháð landfræðilegum, menningarlegum og trúarlegum bakgrunni. |
Markmið IFMSA
- Kynna læknanemum fyrir aðkallandi mannúðar-, mannréttindar- og lýðheilsumálum og veita þeim tækifæri til að fræðast og miðla þekkingu áleiðis.
- Ýta undir samstarf milli læknanema og alþjóðlegra stofnana sem vinna að málum tengd heilsu, menntun og læknisfræði.
- Gefa læknanemum tækifæri til að taka þátt í grunn- og klínískum rannsóknum.
- Skapa vettvang þar sem læknanemar um allan heim geta komið saman, lært af hverjum öðrum og fundið fyrir hvatningu.
- Skapa vettvang þar sem hægt er vinna að hugmyndum, þróa þær og koma þeim í verk.
- Styrkja og þjálfa læknanema til að vinna að nauðsynlegum breytingum til að bæta lýðheilsu jarðarbúa.
Stúdentaskipti milli aðildalanda fara fram í þessum vinnuhópum og er þetta elsta og jafnframt fjölmennasta nefnd IFMSA. Starf Alþjóðanefndar læknanema er fyrst og fremst innan þessa vinnuhóps.
|
Unnið að öllu sem viðkemur kynheilbrigði og má þar nefna forvarnir gegn kynsjúkdómum og alnæmi og ótímabærum þungunum.
Sambærilegt félag hjá íslenskum læknanemum er Ástráður sem sér um kynfræðslu í menntaskólum landsins. |
Unnið að stefnumótun og fræðslu í tengslum við ýmis heilbrigðismál á alþjóðavísu og þar er lýðheilsa í fyrirrúmi.
Sambærilegt félag hjá íslenskum læknanemum er Lýðheilsufélag læknanema, sem stendur m.a. fyrir Bangsaspítalanum. |
Unnið að bættri læknisfræðimenntun víðsvegar um heim.
Sambærilegt félag hjá íslenskum læknanemum er Kennslu- og fræðsluráð Félags Læknanema. |
Rannsóknarskipti á alþjóðavísu í styttri eða lengri tíma. Starfið er að mörgu leyti svipað og starf innan SCOPE nema hvað hér er aukin áhersla á rannsóknir. Íslenskir læknanemar hafa til þessa ekki tekið þátt í SCORE rannsóknarskiptum.
|
Vinnur að mannúðar- og mannréttindarmálum. Markmið að stuðla að auknu umburðarlyndi og frið í heiminum.
Friðrún, friðar- og mannréttindafélag læknanema, starfar innan SCORP. |